föstudagur, 24. janúar 2014

Eplakaka

Eplakaka

Gleðilegan bóndadag! Hvernig væri að nú að baka fyrir bóndann?

Ég bakaði eplaköku fyrr í vikunni. Þegar snjóar og kalt er í veðri kallar dagurinn hreinlega á eplaköku. Sem betur fer nema eyru mín þetta mjúka ákall.

Þessi uppskrift er mjög einföld og þægileg og útkoman er ægilega gómsæt. Mjúk kaka með góðu kanilbragði. Mmm...

Uppskriftin kemur frá vinkonu minni Salome.

HVAÐ
90 gr sykur
80 gr smjör, við stofuhita
1 egg
175 gr hveiti
2 tsk lyftiduft
¼ tsk salt
½ bolli mjólk
1 tsk vanilludropar
1-2 epli
Kanilsykur

HVERNIG
1. Hitið ofninn í 175°C.
2. Hrærið saman smjör og sykur.
3. Hrærið eggið út í og hrærið vel saman.
4. Blandið hveiti, salti og lyftidufti saman og bætið út í í smá skömmtum, til skiptist við mjólkina og vanilludropana.
5. Hellið deiginu í vel smurt form.
6. Afhýðið eplin, skerið í skífur og raðið snyrtilega ofan á deigið. Stráið kanilsykri yfir.
7.  Bakið neðarlega í ofninum í 40-50 mín. eða þangað til kantar eru farnir að losna frá forminu og hnífur, sem stungið er í, kemur hreinn út.

Eplakakan er best heit úr ofninum, með vanilluís eða smá slettu af þeyttum rjóma.

Eplakaka
 
Eplakaka

Engin ummæli: