miðvikudagur, 5. mars 2014

Bolla! Bolla!

Í dag er öskudagur! Bolla! Bolla! Bolla! Nei, heyrðu...

Ég var lasin um helgina og því fóru plön mín um að baka rjómabollur á sunnudaginn út um þúfur. Þegar ég loks gerði tilraun til að baka bollur á sjálfan bolludag misheppnaðist deigið. Það varð of þunnt og ekki hægt að fá neinar bollur úr þeim.

Það var ekki fyrr en í gær að mér tókst að baka þær, og þá heppnuðust þær líka vel! Ég verð að segja að ég er montin af útkomunni. Eftir brösuga byrjun reyndist svo eftir allt létt að baka vatnsdeigsbollur. Ég hafði ímyndað mér að vatnsdeigsbakstur væri ferlega flókinn en sú er ekki rauninn.

Besta trixið?

Að hella eggjahrærunni í mjög litlum skömmtum út í deigið og hræra á milli. Deigið þarf að vera svo þétt í sér að það haldi formi þegar maður leggur það á bökunarplötu.

Ég notaðist við uppskrift og leiðbeiningar sem ég fann á heimasíðu Unnar Karenar. Ég vísa þeim sem vilja þangað því ég kem ekki til með að  betrumbæta leiðbeiningarnar hennar.

Svo er bara að þeyta rjóma og smyrja smá jarðarberjasultu á botninn og jömm.

Bolla! Bolla!

Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled
 
Rjómabolla!

Engin ummæli: