föstudagur, 14. mars 2014

Vorhreingerning + áskorun

Í gær hófst 7 daga áskorun hjá okkur Baldri: Green Smoothie áskorun. Hugmyndin er að fá sér grænan smoothie á hverjum degi næstu vikuna og auk þess fylgir áskoruninni sítrónuvatn á morgnana, jóga og göngutúrar í hádegissólinni.

Svona höfuð við hugsað okkur að skúbba út vetrinum og raka inn vor og sumar!

Dagurinn rann upp svo heiðskír og tær að við drifum okkur í hálfgerða vorhreingerningu. Allir gluggar upp á gátt til að hleypa ferska loftinu inn, teppi út á svalir, gólfin skúruð... allt þetta sem tilheyrir góðri vorhreingerningu. En þó ekki fyrr en við höfðum loki morgunhugleiðslunni og morgunlesturinum.

Við erum næstum farin að levitera gott fólk.
Untitled

Untitled 
Untitled
Untitled
Untitled
Untitled
Untitled
Untitled
Untitled
Untitled
Untitled
Untitled
Untitled
Untitled

Engin ummæli: