föstudagur, 4. apríl 2014

Spínat-cheddar möffins

Spínat-cheddar möffins
 
Jæja, þá er komið að þessari flottu uppskrift! Spínat-cheddar möffins. Mmm, þær eru mjúkar og svolítið saltar. Góðar með súpum, en líka einar og sér.

Himnaríki lyktar ekki af rósum og jasmínum, heldur af lauk og hvítlauk sem er verið að steikja hægt upp úr smjöri. Ég komst að því þegar ég bakaði þessar möffins!

Ég fékk 12 möffins úr þessari uppskrift. Uppskriftin er runnin undan rifjum Fanny á Foodbeam.

HVAÐ
30 g smjör
1 lítill laukur, fínt saxaður
1 stór hvítlauksgeiri, pressaður
1 rauður chili, fínt saxaður
350 g hveiti
2,5 tsk lyftiduft
Svartur pipar, nýmalaður
200 g cheddar ostur, rifinn
250 g mjólk
1 egg
130 g ferskt spínat, saxað smátt

HVERNIG
1. Hitið ofninn í 170°C.
2. Bræðið smjörið á pönnu og eldið laukinn þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið hvítlauknum og chili út í og hrærið vel saman við laukinn. Takið pönnuna af hita og leyfið blöndunni að kólna lítillega.
3. Hrærið hveiti, lyftiduft, pipar og cheddar ost saman í skál.
4. Takið fram aðra skál og hrærið saman mjólk og egg, og hellið síðan hrærunni út í hveiti/ostablönduna og hrærið varlega saman. Bætið því næst lauknum og spínatinu við og hrærið þar til hráefnin hafa blandast vel saman. Deigið verður ansi þétt og ef það reynist erfitt að hræra það með sleif er ráð að bretta upp ermar og nota guðsgafflana.
5. Skiptið deiginu jafnt í 12 form og bakið í 35 mín.
6. Takið múffurnar úr forminu að bakstri loknum og leyfið þeim að kólna á grind.

Spínat-cheddar möffins
 
Spínat-cheddar möffins
 
Spínat-cheddar möffins
 
Spínat-cheddar möffins
 
Spínat-cheddar möffins

Engin ummæli: