miðvikudagur, 6. ágúst 2014

Heimsókn á Akranesið

Það er alltaf gaman að koma í heimsókn til Maríu vinkonu á Akranesinu. Húsið er alltaf fullt af börnum, hundum, köttum og naggrísum. Ef manni finnst nóg um er alltaf hægt að skreppa út í garð og kíkja á jarðarberjaplönturnar.

Að þessu sinni ræddum við vinkonur um heima og geima, sem er yfirleitt okkar umræðuefni. Krakkarnir vildu líka sýna okkur Kela kött og naggrísina og þegar frumburðurinn kom heim sáum við að það er ekki langs að bíða í að hann verði hærri en Baldur.

Untitled Untitled Untitled Untitled Untitled Untitled Untitled Untitled Untitled Untitled

Engin ummæli: