mánudagur, 4. ágúst 2014

Sumarbústaðir

Það er greinilega vinsælt að verja Verslunarmannahelginni í bústað á þessu landi. Það er í það minnsta mín ályktun eftir afstaðna helgi.

Fyrst heimsóttum við foreldra Huldu í bústað þeirra á Reykjum. Fórum í æðislega heita pottinn sem Georg, pabbi Huldu, steypti sjálfur. Síðan gistum við í bústaðnum okkar á Grímsnesi þar sem við Baldur tókum út nýjustu viðbæturnar og vorum mjög hrifin. Loks heimsóttum við frændfólk mitt í föðurætt í bústað á Borgarfirði með viðkomu í sundlauginni á Varmalandi.

  UntitledUntitled Untitled Untitled Untitled Untitled Untitled Untitled

Engin ummæli: