föstudagur, 21. desember 2001

Jólafrí!!!(42)

Jæja nú er ég senn kominn í jólafrí og það er frábært. Ég hætti snemma í vinnunni í dag og heimsótti Kidda sem er í sumarfríi og fékk hjá honum smákökur sem hann hafði gert í fríinu auk þess að ég fékk að rannsaka piparkökuhús sem hann var að búa til.

Í morgun klikkuðum við mamma að sjálfsögðu ekki á súrefnisrúntinum góða en sá rúntur er svo góður að nú er það gjörsamlega nauðsynlegt að komast aðeins út á vinnudegi, slaka á og labba og að sjálfsögðu að hitta mömmu sína.

Í gær fékk ég jólagjöf frá íslenskri erfðagreiningu, tvo geisladiska. Annar diskurinn var flutningur á einhverju Bach dóti og er stórfínn en hinum var skipt fyrir DVD myndina Fierce creatures sá var með Eddu Heiðrúnu Bachman og voru skiptin ákaflega góð mér í hag en Japis í mínus. Við horfðum svo á myndina áðan og hlógum eins og brjálæðingar. Myndin var nefnilega alls ekki síðri svona aftur. EN núna er ég svo ógeðslega syfjaður að ég ætla ekki að skrifa meira.

Engin ummæli: