fimmtudagur, 26. september 2002

Grasekkill

Nú er Ásdís farin til Grænlands að mannfræðast. Ég verð heima í kotinu og passa upp á að allt sé í lagi þannig að allt verði fínt þegar Dísa skvísa rennir í hlað (og ég hlakka til). Hún verður viku í burtu og ég vona að ísbirnirnir séu enn í sumarfríi. Ég hafði samband við stéttarfélag ísbjarna um daginn og mútaði forbirni þess til að gulltryggja að þeir færu í verkfall eftir sumarfríið þ.a. allt ætti að vera í orden.

Áðan var ég í verklegri eðlisfræði með Þirni Bjór vini mínum að gera tilraun með sveiflusjá okkur gekk sæmilega með tilraunina enda listhneigðir í meira lagi. Listhneigðir, sagði einhver listhneigðir? Já ég sagði fokkinglistgoddemhneigðir. Okkur tókst að fá sveiflusjánna til að tala. Að vísu lánuðum við henni raddir okkar en hún hreyfði munninn og þegar ég var eitthvað að láta hana babbla þá gerði Björn Þór sér lítið fyrir og festi augu fyrir ofan munninn. Með þessu þrekvirki urðum við okkur úti um plúspunkta í kladdann enda var kennarinn mjög hrifinn af uppátækinu.