miðvikudagur, 23. október 2002

Stefnumót í Hlókböðunni

Við Baldur ætlum að hittast núna í hádeginu og snæða hádegismatinn saman. Við ákváðum að hittast upp í Bókhlöðu kl. 13:15 því ég ætlaði mér að fara þangað eftir tíma. Ég fór hins vegar ekki út í kuldann eftir tímann heldur beint upp í tölvuver. Þar sem ég er núna upp í Lögbergi þýðir það að ég þarf að rífa mig upp úr þessu hlýja sæti, hlaða á mig anorak, húfu og trefli og þramma út í Bókó. Baldur gleymdi sko gemmsanum heima og ég get því ekki hringt bara og sagt honum að koma hingað. Það skiptir samt ekki öllu máli, ég veð sko brennistein fyrir Baldur og smá sól og stilla stoppar mig ekki í að fara út.

Jæja, má ekki vera að þessu, er orðin ansi hungruð og langar í núðlusúpu, hrökkbrauð með papríkusmurosti og rauða, ferska papríku til að bíta í svo safinn sprautist upp á nebbatappann. Bon appetit.

Uppfært: Hádegismaturinn girnilegi reyndist nánast frosinn þegar kom að því að gæða sér á honum. Við geymum nefnilega alltaf nestið í bílnum og hlaupum svo út og náum í það. Með áframhaldandi kólnandi veðri sé ég fram á að þurfa að koma upp öðru og skynsamlegra fyrirkomulagi, ég kæri mig nefnilega ekki um að fá kul í tennurnar af því bíta í papríkuna eða brjóta tennurnar við að narta í gulrót.