Í gærkvöldi bauð Stella Soffía mér í hádegismat. Þar sem hádegið var löngu liðið gerði ég ráð fyrir að hádegismaturinn yrði í dag en hringdi á undan mér til öryggis. Ég hljóp svo heim til froskanna (ég var upp í Háskóla þannig að ég hljóp ekki úr Kópavoginum). Þegar mig bar að garði stóð Stella við eldavélina og matreiddi pastarétt og spældi egg. Maturinn smakkaðist mjög vel og fór samkoman öll vel fram, heimsmálin rædd og hlustað á fréttir. Eftir matinn skutlaði Stella Kristjáni og mér upp í skóla á Batmanbílnum.
Þar sem ég er nú kominn hingað og búinn að blogga þá er best að fara upp á bókasafn og hamra á stærðfræðigreiningunni í allan dag. Mér gengur nefnilega margfalt betur að læra eftir að ég fékk mér bókastandinn því nú þreytist svo miklu minna í bakinu.