Eins og flestir vita þá er ég nýbyrjaður að læra rafmagnsverkfræði og þarf því að bogra yfir bókum daginn út og daginn inn. En hef ég ákveðið að hætta því öllu saman. Það er nefnilega ekkert gott að bogra yfir bókunum. Nei ég er ekki hættur í rafmagnsverkfræði, ég er hættur að bogra yfir bókunum.
Í fyrradag hringdi ég í mann sem heitir Ágúst og smíðar bókastanda og bað um einn svona bókastand og viti menn í gær þá birtist maðurinn heima hjá mér með bókastand. Þannig að dag ætla ég ekki að bogra yfir neinum bókum heldur mun ég sitja með fullri reisn og með bókastand.