Eftir matarleiðangur föstudagsins fórum við á Grænan kost þar sem við höfðum mælt okkur mót við Elfar nokkurn. Þangað fórum við í matarpælingum enda held ég að ég hefði breyst í svarthol ef ég hefði ekki tekið í taumana á þeirri geigvænlegu þróun sem þegar var hafin.
Nákvæmlega, ég var að fokking-deyja úr hungri og þannig nennir maður nú ekki að vera til eilífðarnóns. Ef ég hefði breyst í svarthol hefði líklega enginn þurft að kaupa ryksugu framar.
Því var þrennt í stöðunni: að duga eða drepast, að éta eða ekki, hafa allar framtíðartekjur af heiðarlegum ryksugusölumönnum. Giskið á hvað ég valdi. Hárrétt! Ég át, enda ætlaði ég nú ekki að hafa lifibrauð áðurnefndra ryksugumanna af þeim. Ég bara er ekki þannig týpa. Einfaldlega allt of sætur í mér.
Eftir matinn skelltum við okkur í bíó þar sem við horfðum á myndina All or nothing sem er á breskum kvikmyndadögum Háskólabíós. Ég segi ykkur ekkert um hana því ég þoli ekki kvikmyndareview og ætla því ekki að sóa tíma ykkar né mínum í slíkt prump.
Góðar stundir.