Ég er að hugsa um að vinna á hverjum degi. Hér hef ég hvorki meira né minna en 7000 fermetra húsnæði til umráða, sítengingu við netið mér að kostnaðarlausu, sjónvarp, video, síma, laun og svo er best hvað ég er heppinn með mat.
Undanfarna tvo daga hef ég verið að vinna og báða dagana hefur Ásdís ofurgella komið með vægast sagt frábæran mat. Í gær bakaði hún dýrindis pizzu og í dag var það schnilldargóður linsupottréttur. Það væsir nú ekki um mann hér í höllinni.