Undanfarna tvo morgna höfum við Ásdís mætt í gymmið fyrir skóla. Þetta finnst mér gefa góða raun og er að pæla í að halda þessu áfram.
En við erum nú aldeilis ekki bara í gymminu. Það hefur verið nóg að gera í skólanum, sem er hið besta mál, og svo ætlum við að gerast bæði menningarleg og heilsusamleg í kvöld og skella okkur á dansnámskeið.
Það var nefnilega þannig að við höfðum einhvern tíma í fyrndinni talað um að það gæti nú verið gaman að kunna dans en svo var ekkert framkvæmt og ég beið bara eftir því að danssporin kæmu til mín, kannski finn ég galdraskó. Ég held að Ásdís hafi ekki trúað á þannig bull því hún bara skráði okkur á þetta dæmi.
Mér líst alveg frábærlega á þetta og hlakka mikið til. Lyftingar og dans eiga einmitt betur saman en margan grunar. Því ég man ekki betur en að Arnaldur, vinur minn, hafi notað ballett sem hluta af undirbúningi sínum fyrir vaxtarræktarmót :)