... að horfa á norsku myndina Elling. Hún er alveg þrælfyndin og yndisleg.
... að fara í Breiðholtslaug á góðviðrisdegi eins og í dag, synda nokkur hundruð metra og leggjast svo á einn fjölmargra sólbekkja á sundlaugarbakkanum og slappa af.
... að fara á Grænan kost í dag því réttur dagsins er hnetusteik með hrísgrjónum og sveppasósu. Namm :)
... að fara í Alvöru Álfheimabúðina (Erluís) og fá sér ítalskan sorbet ís, helst með sítrónubragði.
Að lokum mæli ég eindregið með dönsku þáttunum Nikolaj og Julie, hágæðaafþreying (orðalag Baldurs) á miðvikudagskvöldum. Hej, hej!