föstudagur, 8. ágúst 2003

Páfagaukur rak þjófa á flótta

Þessa skemmtilegu frétt fann ég á mbl.is:

"Páfagaukurinn Matilda, sem býr nálægt Middlesbrough á Englandi, reyndist betri en enginn þegar hún stökkti innbrotsþjófum á flótta. Jacki Burnett, eigandi Mathildu, sem fékk fuglinn í afmælisgjöf fyrir fjórum árum, hefur hefur kennt gauksa að spyrja gesti spjörunum úr. Þegar Mathilda varð innbrotsþjófanna var spurði hún: Halló, hver ert þú? Þegar ekkert svar barst spurði fuglinn og byrsti sig: Halló, þú þarna. Komdu hingað strax! Þetta dugði til að þjófarnir lögðu á flótta."

Mér líst mjög vel á þetta pakkatilboð, gæludýr og þjófavörn í senn. Einnig hefur verið hægt að gera slík reyfarakaup með hunda en svo ég segi eins og er þá er ég ekki svo mikið fyrir hunda og líst mun betur á að fá mér varðkött eða páfagauk. Hamstra er aftur á móti ekki hægt að fá á slíkum kjarakaupum, þeir eru ekkert sérlega ógnvekjandi.

Ef ég fengi mér páfagauk myndi ég sko pottþétt kalla hann Kíkí.