miðvikudagur, 27. ágúst 2003

Hin verndaða rútína stundatöflumannsins

Mér segir svo hugur um að nú sé að hefjast skólarútína. Ég hef undanfarið sótt undirbúningsnámskeið í reikningshaldi tvisvar á dag og þar af leiðandi í upphitunarformi fyrir alvöru lífsins. Á morgun verður skyndipróf úr námsefninu þannig að það er best að rifja upp í dag.

Á föstudaginn verður svo farið yfir prófið og svo byrjar skólinn á mánudaginn. Það er alltaf eitthvað gott við stundatöflur, námsáætlanir og svoleiðis, einhvers konar verndað umhverfi fyrir þá sem líður vel í rútínu.