Mikið er veðrið hér í Reykjavík dýrðlegt. Nú er ég fegin að hafa ekki átt annað val en að vera í bænum yfir helgina. Reyndar á Baldur ekki eins gott og ég, hann þarf nebbla að hanga inni í Mogga í allan dag.
Ég ætla að vera honum til samlætis svona í morgunskimunni en ef veðrið heldur áfram á þessari braut get ég engan veginn verið svo kurteis til lengdar.
En núna ætlum við að snúa okkur að David Attenborough og horfa á þáttinn Life on Earth. Hann er frá 1979 svo hann ætti að renna ljúft áfram eins og allt frá því ári.