föstudagur, 13. ágúst 2004

Bera menn enga virðingu fyrir köttum?

Já nú er það komið í hart. Það er ekki nóg með að mannfólkið lítilsvirði blessuð dýrin með slæmri meðferð og líkamlegu ofbeldi. Það er augljóst að nú hafa mennirnir áttað sig á því að hægt er að niðurlægja eitt og eitt dýr í einu og birta myndir af því um allar trissur. Skyldi þessi köttur vera sonur foreldra Davíðs Oddsonar en hvorki bróðir hans né systir?

Tekið skal fram að þessi færsla er skrifuð undir sterkum áhrifum sjóðstreyma og ársreikningagerðar íslenskra fyrirtækja og eru lesendur varaðir við framandi skopskyni af þeim sökum.

Engin ummæli: