miðvikudagur, 11. ágúst 2004

Paranoid lestrarhestur

Í dag sannaðist endanlega reglan um hið alræmda próflestrarveður. Það hafa verið uppi getgátur meðal fræðimanna að manni fyndist veðrið bara vera gott þegar maður þyrfti að vera inni og lesa. En kommon! Hitamet og það tvo daga í röð... Próflestrarveðrið er alþjóðlegt samsæri til þess að halda niðri menntastigi heimsins og hvetja fólk til þess að deyfa hugsun sína með bjór og hakkísakk. Hvers vegna er það einmitt á svona dögum sem maður man eftir orðum Oscars Wilde um freistingar?

Nóg af bölsýni. Ég náði að læra heilan helling þrátt fyrir stöðugt áreiti alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka og ég náði líka að fara út í sólina, lesa bók og gefa öndunum og gæsunum brauð. Ég er þrælsáttur.

Engin ummæli: