mánudagur, 9. ágúst 2004

Vinnan búin og þá byrjar aðalvinnan

Já nú er unglingavinnan búin í bili. Eins og fyrirsögnin gefur til kynna þá þýðir það ekki að ég tjilli það sem eftir lifir ágústmánaðar, seiseinei. Núna fyrst get ég sinnt mínu aðalstarfi, náminu, af fullum krafti enda tvö sumarpróf í vændum. Ég passaði mig á því þegar ég skráði mig í próf að hafa þau eins fjölbreytt og unnt væri, reikningshald 1 og reikningshald 2. Víííí!

Eftir lærdóm dagsins fór ég í sund með mömmu, pabba og Degi frænda mínum frá Barcelona. Fyrir sundið stöldruðum aðeins hérna heima og drukkum chilieplaappelsínugreipgulrótasítrónuengifersafa. Við kíktum líka á þetta.

Ég hlusta mikið á náunga sem heitir Neil Young. Ér rakst á heimsíðuna hans hérna áðan og finnst hún barasta skrambi flott. Veljið bara linkinn framan á stuðaranum og þá streyma ljúfir tónar í stofuna. Ef einhver lesandi þekkir tónlistarmanninn ekki þá mæli ég eindregið með því að viðkomandi tékki á kauða, hann er of góður til að ignora.

Engin ummæli: