Þessa verslunarmannahelgi líkt og flestar aðrar verslunarmannahelgar kaus ég að vera heima hjá mér. Ég gældi lítillega við þá hugmynd að kíkja eitthvað út úr húsi í gærkveldi en sá þann kost vænstan að kúra inni. Ég fór reyndar aðeins út að deginum, út í bíl og inní annað hús til að læra reikningshald með
Kristjönu. Ég er nefnilega innipúki um verslunarmannahelgar. Þessa helgi nýti ég mér viðhorf sem ég lærði af norsku ofurhetjunni Elling. Hvers vegna að fara út þegar maður er kominn með svona fína íbúð? Til allrar hamingju bind ég mig ekki við þetta viðhorf aðra daga ársins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli