sunnudagur, 5. september 2004

Sumarbústaðarferð

Eyddum helginni upp í sumarbústað í félagsskap skólabóka og ferðatölvu. Tilgangur ferðarinnar var að skapa rútínu fyrir önnina og byrja að lesa almennilega. Rútínan er ekki fullsköpuð en lesturinn er kominn af stað. Það getur verið gott að kúpla sig svona út lesa í næði og svo er líka svo notalegt að sitja inni í bústað meðan rigningin bylur á þaki og gluggum. Reyndar kom líka slyddu og haglél en þá varð inniveran bara enn notalegri.

Engin ummæli: