Í kvöld buðum við froskunum í mat og var þemað blandað: ítölsk súpa, grískt feta-salat og danskur Valhallarís í eftirrétt, bar ísinn nafnið Baldur. Var kvöldið hið skemmtilegasta og fannst gestunum þægilegt að geta staldrað svo lengi í IKEA-sýningarbásnum, sem íbúðin okkar er, og prufað allt í rólegheitunum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli