mánudagur, 28. nóvember 2005

1. í aðventu

Undanfarin ár hef ég lagt það í vana minn að halda upp á aðventuna á hefðbundinn hátt. Ég hef útbúið grenikrans, bakað smákökur, hellt nýmjólk í glas, kveikt á fyrsta kertinu og sest með veitingarnar við kransinn og starað á kertalogann. Þá hefur 1. í aðventuhelgin líka verið notuð til að klára jólagjafainnkaup og setja upp jólaseríurnar.

Í gær var fyrsti í aðventu og hér í Danaveldi var ekkert sem benti til þess að það væri ekki miður febrúar og vorið á næsta leiti. Það var heiðskýrt og þar af leiðandi bjart og ef ekki hefði verið fyrir þessa tvo furðufugla sem ég sá hjólandi með jólatré á bögglaberanum hjá sér hefði ég átt erfitt með að trúa því að aðventan væri hafin.

Ég er nefnilega í fyrsta sinn á ævinni ekki í neinu stuði til að skreyta eða standa í neinu jólastússi. Það skrifast nú að hluta til á það að við tókum ekkert jólakyns með okkur hingað út og að hluta til er þetta meðvituð ákvörðun. Ég kem nefnilega til með að halda upp á öðruvísi jól í þetta sinn svo ég get allt eins brotið upp öll aðventumynstur, eða í það minnsta fryst þau í bili.

Þessi nýbreytni virðist ætla að takast ansi vel, allavegana er ég ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf, engar jólaseríur eru á leiðinni í gluggann og jólakransinn er í fríi heima á klaka. Og samt hef ég á tilfinningunni að þetta verði ein bestu jól ævinnar, allavega hlakka ég til þeirra.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Má lesa úr þessu að þið verðið í DK um jólin?
Ef svo er að þá er maður orðinn mikið uppiskroppa með afsakanir fyrir að koma sér í heimsókn ;) Núna tel ég mér trú um að allir séu svo busy í skólanum eins og Ingólfur, sem ég sé í mýflugumynd þessa dagana.

Eitt tip varðandi dönsk jól. Að kaupa allt skraut og slíkt núna. Því það verður pottþétt búið þegar maður er sjálfur að komast í stuð. Hef því miður lent í því. En þeir selja jólatré fram eftir öllu.

Kveðja
Fjóla
"hin heima liggjandi húsmóðir" :)

ásdís maría sagði...

Já, við verðum í Dk um jólin og iðum í skinninu eftir að fá að heimsækja nýbakaða foreldrana og erfingjann :)