föstudagur, 25. nóvember 2005

Jólahjól

Þegar ég var að hjóla heim úr tíma í dag byrjaði að snjóa. Að vísu myndi enginn heilvita Íslendingur kalla þessa flösu snjó en hverjum er ekki sama um heilvita Íslendinga, ég er í Danmörku og ég sá þrjú snjókorn! Trú mín á landið hefur aukist fyrir vikið, það er nefnilega ekki verandi á spildu sem ekki tekur við snjó.

Þessi óvænta snjókoma velti upp krefjandi spurningum. Snjór í lok nóvember er boðsberi jólanna. Þýðir þetta þá að Kaupmannahöfn er jólahjólabær? Var ég kannski óaðvitandi komin á sjálft jólahjólið?

Engin ummæli: