fimmtudagur, 16. mars 2006

Gulrótin

Ég er öll að hressast af kvefinu, mér til mikillar gleði. Það er mér líka til mikillar gleði að Stella skvís lánaði mér Pride & Prejudice þættina frá BBC og ég get ekki beðið eftir að horfa á þá.

Ég má þó ekki horfa á þá alla í einu og því mótaði ég litla hernaðaráætlun. Ég ætla að gera þættina að (skærgulri) gulrót. Fyrir hvert fræðiplagg (grein eða kafli í bók) sem ég les og glósa upp úr má ég horfa á einn þátt. Ætli mér takist þetta?

Ég er allavega búin með eina grein úr bókinni Transnationalism from below og er að verða búin að glósa upp úr honum og ég er enn ekki búin að laumast í þættina. En þegar ég á annað borð er byrjuð á þáttunum er voðinn vís - Ó vei ó vei og voði stór, veit ég hvernig þetta fór!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er sniðugt plan hjá þér. Ég þarf að prófa þetta, það er alveg stór hættulegt að vera með heilar seríur af einhverju skemmtilegu, það kemst ekkert annað að hjá manni. Það væri gaman að fá að heyra hvernig þetta gengur hjá þér.

Nafnlaus sagði...

Já, Ásdís, segðu okkur nú hvernig gekk með þessa fínu áætlun :-) Hehe.

ásdís maría sagði...

Ehmm... sko já ég horfði ekki á fyrsta þáttinn fyrr en ég var búin að lesa einn kafla og glósa hann en þegar ég var byrjuð að horfa þá var ég svo spennt á sjá þann næsta svo...

En þetta er allt Baldri að kenna, vitaskuld, hann fór að horfa með mér og studdi hernaðaráætlun mína ekki. Ah, mér er sama, þetta var svo skemmtilegt gláp :)