föstudagur, 14. júlí 2006

Ferðahandbækur

Við pöntuðum í síðasta mánuði tvær ferðahandbækur fyrir væntanlega Asíureisu af amazon vefnum. Við náðum í þær á pósthúsið áðan svo þær eru komnar í hús. Allt í einu er ferðin að verða raunverulegri í huga manns, mér finnst ég vera komin einu skrefi nær Asíu nú þegar.

Bækurnar sem um ræðir eru The Rough Guide to India og Southeast Asia on a shoestring. Ég er aðeins búin að fletta þeim í gegn og lýst mjög vel á og hlakka mest til að geta gluggað almennilega í þær.

Með því fyrsta sem ég gerði var að fletta upp Bangalore í Indlandsbókinni og komast að því að meðalhitinn í nóvember er 27 gráður. Ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta.

1 ummæli:

baldur sagði...

Segjum tvö :c)