miðvikudagur, 30. maí 2007

Kveðjuhóf

Jamie göngufélagi minn er að fara að flytja til Chiang Mai á morgun, lukkunapamfíllinn sá, eftir tveggja ára dvöl hér í McLeod Ganj. Í tilefni af því bauð hann okkur og fleiri vinum sínum í kveðjuhóf á ítalskan veitingastað hér í götunni okkar.

Þessi veitingastaður er einn af þeim fáu sem við höfum getað hugsað okkur að borða á í kringum veikindin. Því var það svo að þetta var þriðja kvöldið í röð sem við borðuðum á staðnum, sem betur fer er maturinn mjög góður og ungi búddinn sem þjónar til borðs setur mjög hlýlegan svip á staðinn.

Eins og öll almennileg kveðjuhóf endaði þetta í allsherjar kjaftagangi og vorum við að sjálfsögðu síðustu gestir út.

Engin ummæli: