Eins og algengt er með kvikmyndir kemur þessi líka í þremur hlutum, vonandi ekki fleiri samt. Það verður samt að segjast eins og er að nýja myndin hefur ekkert framyfir hinar ef frá eru talin nokkur ansi vel skrifuð uppkastsatriði.
En þegar söguþráður fyrri myndanna er farinn að endurtaka sig í magaverkjum og niðurgangi má segja að botninn fari aðeins úr myndinni. Einn meginmunur er þó á þessari nýjustu afurð Sjúkrabeðs seríunnar og liggur hann í því að aðalleikararnir hafa víxlað hlutverkum. Ásdís sem var í hlutverki vakthafandi yfirlæknis í myndum eitt og tvö lá nú rúmföst en frægasti sjúklingur seríunnar, Baldur, var kominn í læknasloppinn.
Það má segja að myndin hafi í heildina tekist ágætlega en sökum frumleikaleysis er verið að hugsa um að skipta um leikara og taka upp 600 þátta sápuóperu. Hafa nöfnin Tágrannar, Neyðarljós og Skítalalíf verið orðuð við hina nýju sápu, en hverjum er ekki sama.
4 ummæli:
Mér finnst þessi sería orðin nokkuð þreytt. Styrkveitendur gefa ekki grænt ljós á framhald. Baldur, veru svo vænn að sjá til þess og gefa Ásdísi nóg af gatorate/saltlausn svo hún nái sér sem fyrst.
Eiturgeitur og saltlausnir eru bornar í stúlkuna, hún er öll að lagast :-)
Eins gott að hún lagist því hver nennir að fylgjast með fjórðu mynd þessarar ömurlegu seríu!
Er Ásdís komin með amöbur eða er þetta bara venjuleg pest?
Góðar barakveðjur, farið nú að hrista þetta af ykkur :-)
Ég held ég sé ekki með neinar amöbur, eða vona innilega að svo sé ekki. Ég held þetta hafi verið það sem kallast Delhi belly. Núna er ég öll miklu frískari!
Takk fyrir góðar batakveðjur, þær hafa svo mikið að segja :o)
Skrifa ummæli