laugardagur, 7. júlí 2007

7-7-7

Í dag er þessi skemmtilegi dagur, 7. júlí 2007. Ekki að ég hafi eitthvað merkilegt fram að færa á þessum degi, annað en að hafa skrýtinn áhuga á dagsetningum og tölum. Það sem mér finnst kannski áhugaverðast er að þann 6. júní í fyrra var talað um dag djöfulsins með tilheyrandi fjaðrafoki í litlum hópum, en í dag vilja allir sem vettlingi geta valdið gifta sig við prúðlega athöfn.

Ég hlakka mest til að sjá hvernig fer 8. ágúst á næsta ári, 8 er nefnilega happatalan hjá Kínverjum og feng shui fræðunum. Talnaröðin 888 er meira að segja sérstaklega í hávegum höfð, svo ég vænti mikils af Kínverjum þegar þar að kemur.

Annars var hálfgerður annar í Innipúka í dag. Við gerðumst reyndar svo kræf að fá okkur morgunmat, síðbúinn hádegismat og kvöldmat í dag sem þýðir að við urðum þrisvar að fara út úr húsi til málsverðar. Til að svæla restina af kvefinu út vorum við passasöm með að fá okkur ferskan safa í hvert mál. Ananas-, gulróta- og appelsínublandan er gullin.

Engin ummæli: