Það sitja tveir starrar á stóra trénu sem stendur beint frammi fyrir Þinghólsbrautinni. Þetta eru þeir pattaralegustu og sætustu sem ég hef séð. Þegar smá vindhviða lætur á sér bæra ýfast á þeim fjaðrirnar og minna þeir þá helst á uppblásnar blöðrur. Þeir snúa bakinu í mig, eða stélinu, og af og til sé ég glitta í gogga þeirra þegar þeir líta til hægri, vinstir, svo aftur hægri. Svo leggja þeir líka undir flatt. Undurfagrir.
Svo flaug einn á brott, og hinn sat eftir, svo flugu tveir á grein til viðbótar og einn hrafn flaug framhjá.
En þetta voru ekki tveir þrestir eins og í laginu Tveir þrestir...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli