Langar til að deila með ykkur jákvæðri reynslu minni af marmelaðigerð en eins og sumum er kunnugt er ég marmelaðigrís nokkur. Þrátt fyrir það hef ég aldrei reynt að gera það sjálfur fyrr en nú. Ég átti nokkrar lífrænar appelsínur í ísskápnum og þar sem það er ekki alveg á hverjum degi langaði mig að nýta börkinn til einhvers. Hvað er þá betra en gamaldags marmelaði?
Marmelaðið er c.a. sem hér segir:
4-5 lífrænar appelsínur
2/3-1 bolli agave síróp
1/3 bolli vatn
Skar appelsínurnar í litla báta (c.a helmingi minni en maður borðar) og hakkaði þær svo saman við vatnið í matvinnsluvélinni. Öllu var svo sturtað í pott og agavesírópinu blandað saman við (smekksatriði hve sætt hver vill). Við vægan hita kom svo upp suða og lét malla í rúman hálftíma.
Úr þessari hræru kom svo yndælis appelsínumarmelaði, u.þ.b. ein krukka, sem fór sérdeilis vel á nýbökuðu ofurbrauði frá sjálfum mér :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli