fimmtudagur, 26. apríl 2012

Afmælisbarn dagsins: Baldur




Baldur á afmæli í dag! 33ja ára og aldrei verið betri, ég lýg því ekki. Hann er eins og gott vín eða hrísgrjón, já eða gott lag eða kvikmynd, eldist einkar vel.

Það verður engin veisla eða slíkt í tilefni dagsins en við ætlum nú að gera okkur dagamun og erum í því skyni búin að kaupa gourmet torskefilet í litlu búðinni. Við ætlum að hafa ofnbakaðan fiskrétt með rjómaosti og brokkolí í kvöldmat og í eftirrétt verður salthnetu/karamelluís sem afmælisbarnið valdi. Sambýlingarnir verða heiðursgestir. Semsé einfalt og þægilegt.

Ég setti saman lítið myndband í tilefni dagsins, tileinkað Baldri mínum. Til hamingju með daginn elskan mín!

---------------
Viðbætur 27.04.12: Fiskrétturinn var æði, hrísgrjónin voru karrýgul eins og afmælisbarnið vill hafa þau og svo komu sambýlingarnir á óvart með blöðrufoss niður stigann og gáfu afmælisbarninu spúna og sökkur svo hann geti nú farið að veiða sej (ufsa) út á bryggju. Afmælisbarnið vonast líka til að ná í lúðu og hefur fengið ábendingar um góð veiðilönd fyrir slíkan fisk. Afmælisbarnið vonast líka eftir iPhone frá betri  helmingnum í afmælisgjöf, verður maður ekki að sjá til þess að það rætist?

2 ummæli:

baldur sagði...

Takk elskan fyrir falleg orð, maður bara roðnar :)

Takk fyrir matinn og öll huggulegheitin og mögulega æfóna :)

Tinnsi sagði...

Til hamingju með afmælið Baldur. Hljómar eins og það hafi verið svaka gott.