föstudagur, 27. apríl 2012
Fyrsta í collage
Ég var að uppgötva mér til mikillar gleði fítus í forritinu Picasa sem gerir manni kleift að setja upp myndirnar sínar á þennan skemmtilegan hátt, eða collage eins og það kallast. Ég sé alveg fyrir mér nýtt æði í mótun hjá minni. Spurning samt hvort ég hafi einhvern tíma í það, verandi með nokkur myndbönd í bígerð og prjónandi sokka í ofanálag.
Ég er enn að vinna í því hægt og rólega að uppfæra myndir úr Svíþjóðar-Finnlandsferðinni sem farin var í febrúar en á meðan það á sér stað er hér smá gægjugat á myndir sem voru teknar í Rovaniemi, Tampere og Helsinki.
Finnland, já það kom skemmtilega á óvart og mikið var hressandi að komast í almennilegan vetur. En má maður nokkuð vera að dásama vetur þegar vorið er að pukrast handan við hornið og getur ekki ákveðið hvort það eigi að koma úr felum?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli