fimmtudagur, 6. desember 2012

Graskers-kókossúpa

Graskers-kókossúpa

Já, hvað skal segja?

Ég er vitlaus í súpur, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Þá er fátt betra en að fara út í labbitúr og helsta sportið er síðan að koma inn blautur og kaldur og geta fengið sér heita súpu og nýtt brauð með góðri skorpu. Og vænan bita af osti með. Helst með holu.

Það var einmitt málið í gær. Fór í góðan labbitúr með vinkonu minni og svo komum við heim, blautar og slæptar, og þá var nú gott að geta boðið upp á nýlagaða súpu og með því.

Þessi uppskrift er lauslega byggð á annarri sem ég fann ég einhverri erlendri uppskriftasíðu, en síðan breytti ég hlutföllum, bætti við og tók í burtu, svo nú er hún í rauninni mín uppskrift. Ég ætla allavega að eigna mér hana, en svona lauslega þó, því ég vil að sem flestir prófi! Kókosmjólk og karrý, rauðlinsur og grasker, jömmíjömmí!

Hvað
2 laukar, saxaðir
1 msk ferskt engifer, rifið
2 klípur fenugreek fræ
4 hvítlauksgeirar, pressaðir
2 bollar butternut grasker, niðurskorið
2 gulrætur, niðurskornar
2 stilkar sellerí, niðurskornir
hálfur bolli saxaður ferskur kóríander
1 bolli af rauðum linsum
3 1/2 bolli vatn
1 dós kókosmjólk
2 litlar dósir tómatkraftur (nú, eða ein stór, go wild!)
3 tsk karrý
2 tsk papríkuduft
klípa af cayenne pipar
salt og pipar

Hvernig
Steikið saman lauk, engifer, fenugreek fræ og hvítlauk þar til eldhúsið ilmar af stórgóðu. Því næst henda út í graskeri, gulrótum, sellerí og kóríander. Skola vel linsurnar og bæta út í, og hræra vel saman. Bæta við vatni, kókosmjólk, tómatkrafti og kryddum.

Leyfa að sjóða við vægan hita í 30 mín. eða þangað til grasker og linsur eru mjúk undir tönn. Múla súpuna með töfrasprota og borða með góðu brauði og osti. Gott er að klippa ferskan vorlauk út á súpuna, gefur aukabit.

Hvað er svo verst við þessa súpu? Hvað hún klárast hratt! Ég sem hafði planað birgðir í frystinn! En nei, nú er att bú!

Graskers-kókossúpa
 
Vorlaukur
 
Graskers-kókossúpa

6 ummæli:

baldur sagði...

Takk fyrir mig, æðisleg súpa!

ásdís maría sagði...

Verði þér að því skattling :)

Nafnlaus sagði...

Hvílík gargandi snilld, gullfallegar myndir! Var byrjuð á þeirri rauðu í nepjunni og hún tók snöggan vinkil í átt að þessari krás. Takk og knús. Ólöf.

ásdís maría sagði...

Híhí, takk takk! Knús til baka :)

Augabragð sagði...

Namm! Þessa verð ég að prófa :)

ásdís maría sagði...

Já, endilega! Hún er alveg jömmílisjös þessi súpa :)