fimmtudagur, 1. nóvember 2001

Jæja nú er ég víst orðinn góður af veikindunum, sem betur fer. Það var líka gott að komast í vinnuna þar sem heimilisbókhaldið fór í tóman mínus, það er nefnilega orðið svo vant því að Þráinn í vinnunni fóðri mig. Þegar ég var búinn að vinna í dag fórum við Ásdís í Fjarðarkaup og keyptum sitt lítið af hverju þar á meðal poppbaunir og svo poppuðum við eftir að Ásdís hafði gefið mér dýrindis máltíð. Nú er ég saddur og syfjaður og vil fara að sofa.

Þá koma dýrafréttir. Kisa er við hestaheilsu og hefur eitthvað verið að skána í maganum undanfarið. Fríða Sól er söm við sig og kanínurnar eru alltaf jafnsprækar. Fyrir mat í kvöld vó Bjartur 120g en eftir mat var hann 141g. Bróðir hans Rúdólfur var 79g fyrir mat en 94g eftir mat. Nú eru þeir farnir að sprella líkt og fullorðnar kanínur þ.e. hoppa eins og brjálæðingar. Bjartur er farinn að borða smá gras en Rúdólfur lætur mjólkina duga.

Engin ummæli: