laugardagur, 19. janúar 2002

Hitt og þetta

Eins og kom fram í síðustu færlsu drifum við okkur á Jalla! Jalla! en þar sem við eru nú búin að sjá hana þá getum við mælt með henni við alla.

Á miðvikudaginn fór ég svo til læknis vegna þess hve slappur ég var í bakinu og við nánari athugun kom í ljós að ég hafði tognað rækilega föstudaginn síðasta í vinnunni ég tók mér frí þann daginn en sökum anna er hálfómögulegt að taka frí nema maður missi fót þannig að ég mætti fimmtudag og föstudag en í staðinn tók ég veikindafrí hjá mogganum þessa helgi.

Á miðvikudaginn ætluðum við að horfa á Braveheart á dvd en hún var hvergi fáanleg þannig að við sleppum hetjuglápi í bili. En við munum horfa á umrædda mynd bráðlega. Ásdís er nefnilega í áfanga í skólanum sem heitir gelískar þjóðsögur og siðir og eru allir alltaf að vitna í þessa frábæru mynd en gallin við það er sá að Ásdís hefur ekki séð hana.

Á fimmtudagsmorgun vorum við ógeðlega dugleg og fórum í sund fyrir klukkan sjö. Það var nú barasta frábært maður var eitthvað svo ferskur allan daginn. Ég hef að vísu prófað að stunda sund á öllum tímum sólarhringsins í gegnum tíðina og verið mishress eftir þær ferðir. Sundæfing og sundferð eru nefnilega ekki það sama.

Áðan gerðist eitt alveg voðalegt. Ég veit nú ekki hvort maður ætti að útlista slíku á hérna en ég ætla að kýla á það svo að fólk geti sýnt viðeigandi nærgætni. Þannig er mál með vexti að ég var að lesa um múmínálfana áðan fyrir Ásdísi og hvað haldið þið að hafi gerst. BÓKIN KLÁRAÐIST! Sökum þess þá treysti ég mér ekki til að skrifa meira í dag.

Engin ummæli: