þriðjudagur, 12. mars 2002

Elsku kisa

Í gær fór ég og kvaddi hana kisu mína, Skottulíus. Hún er orðin 15 ára gömul og orðin frekar sjúskuðu greyið, með gigt og allt saman þannig að það á að fara að svæfa litla greyið. Ætli það sé ekki best fyrir hana eins og ástatt er fyrir henni, hún nennir ekki lengur að standa upp til að gera stykkin sín. Þetta er samt skrýtið, kisa er búin að vera einn minn besti vinur í 15 ár og svaf alltaf á koddanum mínum öll mín æskuár, hennar vegna get ég ekki sofið með kodda því ég er svo óvön því :)

P.s. ég tók þetta blessaða kaffipróf hjá Froskunum og úrslitin komu mér skemmtilega á óvart, ég er Frappi! Þau hitta naglann í höfuðið því ég get ekki hugsað mér að drekka kaffi nema ískaffi í háu glasi með röri. Ansi töff.

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Frappuccino!
ískalt kaffi með mjólk og ísmolum, borið fram í háu glasi með röri.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?