fimmtudagur, 20. mars 2003

Rop

Fór að lyfta í dag með Ásdísi og tókum við handleggina. Þetta var pump æfing, þ.e.a.s. margar lyftur og tiltölulega létt lóð. Þegar lyftingarnar voru búnar hlupum við smá á bretti. Ég nýbúinn að uppgötva níu mínútna prógramm sem líkir eftir brekku og eykst hallinn stöðugt. Það er ómannúðlegt prógramm og skemmtilegt.

Einn fróðleiksmoli. Að rembast eins og rjúpan við staurinn, hvað þýðir það? Eða hvað er átt við? Það sagði Valgeir kunningi minn hér í skólanum mér. Þannig var nefnilega í fyrndinni að menn vildu veiða fálka og festu þeir rjúpur (lifandi) við staura sem beitu fyrir fálkann. Í nútímanum sleppir fólk þessu veseni (oftast) og étur rjúpuna bara sjálft eftir að hafa veitt hana (ef það nennir því þá). Svo eru það aðrir og enn gáfaðri sem sleppa því að veiða rjúpuna og éta hana og fara bara út í búð að kaupa gulrót :)