þriðjudagur, 8. apríl 2003

Endorfínfráhvörf

Nú verð ég að gera eitthvað annað en að reikna í smá stund. Ekki það að ég hafi reiknað svona mikið, þvert á móti reyndar. Málið er að dæmin sem ég ákvað að glíma við í dag eru í þyngri kantinum og ganga fremur hægt fyrir sig. Það þýðir einfaldlega að endorfínfíkillinn í mér fær færri verðlaun en ella.

Þegar ég tala um verðlaun þá á ég við losun endorfíns út í líkamann sem gefur manni þessa sælutilfinningu sem fylgir því að sigra stærðfræðiþrautir og reyndar líka líkamlegri áreynslu. Á eðlilegu mannamáli þá var ég barastabara orðinn svo pirraður á ákveðnu dæmi að ég ákvað að gera bara eitthvað allt annað í smá stund.