mánudagur, 22. september 2003

Lukkunar pamfílar

Á laugardagseftirmiðdag vorum við heima að ganga frá í rólegheitunum þegar síminn hringdi. Var það María, frænka Ásdísar, að bjóða okkur í leikhús. Það er nú ekki alveg á hverjum degi sem manni er boðið sisona og ekki þarf að taka fram að við þáðum miðana með þökkum. Í leikhúsinu skemmtum við okkur konunglega, enda ekki annað hægt þegar Erling er annars vegar.

Í gær stóðum við líka í stórræðum. Þannig er nefnilega mál með vexti að foreldrar Sigrúnar hans Andra voru eitthvað að endurnýja sófamálin hjá sér og hafði Sigrún boðið okkur gamla sófasettið í heild sinni. Í gær fórum við sumsé og sóttum allt heila gilimóið og þökkuðum fyrir okkur. Ekki amalegt sófasett þarna á ferðinni, eins og nýtt og úr svakafínu leðri.

Sófasettið fórum við með í geymslu til Péturs afa. Ekki virtist lukkan ætla að taka endi því afi bauð okkur út að borða Á næstu grös. Þar fengum við þennan svaka fína mat og eftir hann röltum við á Súfistann, drukkum súkkulaðikaffi, lásum góðar bækur og kjöftuðum.

Frábær helgi!