þriðjudagur, 10. febrúar 2004

Gargl

Búinn að hanga heima síðan á sunnudag með hálsbólgu og skítaslen. Síðan ég sjúkdómsgreindi sjálfan mig á sunnudag hef ég etið mikinn chili pipar, fullt af engifer og garglað hálsinn með hálfu Atlantshafi. Þrátt fyrir harkalegar aðgerðir er skrattinn ekki enn farinn en ég bind miklar vonir við að svæla hann út í dag.

Ég tek fram að ég hef ekki látið mér leiðast í þessu ströggli. Ég hef sofið heil ósköp og þegar maður sefur mikið þá dreymir mann tóma steypu og það jafnast nú alveg á við böns af bíóferðum.