sunnudagur, 11. apríl 2004

Gleðilega páska!

Undanfarna daga hef ég setið sveittur yfir reikningshaldsverkefninu. Þetta er frekar skemmtilegt verkefni og ber þess greinileg merki að bókarar lifa viðburðaríku lífi, í heimi þar sem allt getur gerst.

Það lenti t.d. loftsteinn á fasteigninni okkar og skemmdi helminginn af henni og tryggingarnar sluppu allbillega frá dæminu. Úff, hvað ætli ég segi við hluthafana? Hvernig kemur ársreikningurinn til með að líta út? Svörin við þessu koma í næsta þætti af: Bókað með Baldri. Verður þátturinn spennandi? Það máttu bóka! Hahahahaha! ;-Þ

Súkkulaðipáskaeggið frá Bretagne er greinilega farið að segja til sín, ég er andsetinn af páskaeggi! Úúúúú...