Þegar ég var búin að ganga um svæðið kringum Bókhlöðuna, teyja mig og fetta, rölti ég til baka. Rakst ég þá á Funa og heilsaði upp á hann. Hann var greinilega líka nýkominn inn úr rigningunni því hann var allur blautur og kvartaði sáran við mig. Ég ákvað að reyna að hugga hann og strauk honum því um höfuðið, tosaði í eyrun og kjassaði hann smá.
Fyrir þá sem ekki vita er Funi rauðbröndótt fress sem gert hefur sig heimakomið í anddyri Bókhlöðunnar. Þar liggur hann ýmist á mottunum fyrir miðju anddyrsins eða liggur upp í tré eins og rauðbröndóttur pardus. Það þarf ekki að taka það fram að hann er yndislegur og uppáhaldsstarfsmaður safnsins hjá mér :) Sjáið bara hvað hann er sætur.
