sunnudagur, 29. ágúst 2004

Birnirnir þrír

Í gær bökuðum við Ásdís þrjár speltpizzur. Ein var lítil, önnur miðlungs og sú þriðja risastór, hljómar svolítið eins og birnirnir þrír væru væntanlegir í mat.

Pizzan fyrir litla húninn var með pestói, kartöflum, rifnum mozzarella og pikkluðum hvítlauk úr papriku og chili legi, tímían var notað sem aðalkrydd á hana.

Bangsamömmupizzan var með pizzasósu (ala Solla), pestói, ferskum mozzarella, brokkólíi, rauðlauk, papriku og svona alls konar dóti.

Pizzan hans bangsapabba var langstærst en á hana settum við pizzasósu (ala Solla), rauðlauk, brokkólí og rifinn mozzarella. Það skal tekið fram að við náðum engan veginn að klára þessar dýrindispizzur þar sem birnirnir komu ekki og munum við reyna að ljúka verkinu í dag.

Í dag tókum við í notkun nýja gsm síma af gerðinni nokia 3200. Þetta virðast vera kostagripir og það er rosalega gaman að fikta í þeim :)

Engin ummæli: