þriðjudagur, 13. september 2005

Silkipúðar

Við fórum aftur í Ikea í dag. Í þetta sinn var það til að kaupa smáhluti eins og ramma undir myndirnar fínu sem við keyptum á Strikinu en einnig púða í sófann og annað smálegt. Rétt fyrir lokun vorum við búin að týna saman allt sem var á listanum okkar nema púðaáklæði sem við höfðum séð í Ikea listanum en var hvergi sjáanlegt.

Eftir að hafa spurt einn starfsmanninn hvort þessi tilteknu áklæði væru yfirhöfuð til í versluninni vorum við send þvert yfir bygginguna þar sem við fundum þau hangandi á snaga. Við gripum með okkur tvö áklæði af sitthvorum litnum án þess að huga frekar að því enda var verið að loka og ekki vildum við lokast inn í búðinni (líklegt).

Þegar heim var komið fór ég í það að koma áklæðunum á púðana og varð þá fyrst litið á þvottaleiðbeiningarnar, en yfirleitt geri ég það nú áður en ég festi kaup á einhverju. Mér brá svolítið að sjá að ekki mátti þvo áklæðið heldur aðeins setja það í hreinsun. Hvers konar efni var þetta eiginlega? Jú, þetta var silki.

Engin ummæli: