föstudagur, 28. október 2005

Klukk

Ég var klukkuð af Kristjáni og var þvílíkt ánægð að verða ekki útundan í þessu nýjasta æði netverja. Svo ég þakka fyrir og hér eru mínir fimm punktar af tilgangslausum en engu að síður lífsnauðsynlegum upplýsingum um mig:

  • Frameftir öllu hélt ég að hraðarhindranir hétu ví en það var af því að mamma sagði alltaf í söngtón Víííí þegar við ókum yfir eina slíka.
  • Ég er bómullarperri (samkvæmt Baldri): ég elska að gera mér horn úr góðri bómull, t.d. sængurverum, sem ég síðan nudda við þumal- og vísifingur.
  • Þegar ég var 6 ára lenti bestir vinur minn þá í bílslysi sem ég varð vitni að. Ég, sendiboðinn, hljóp heim í einum spretti æpandi: Sverrir er dauður, Sverrir er dauður! (þess ber að geta að hann var sprelllifandi og slapp mjög vel miðað við aðstæður)
  • Ég er nýlega búin að uppgötva að ég er með lélegt skammtímaminni.
  • Ég á erfitt með að gera greinarmun á því að draga fyrir og draga frá. Eins hef ég átt í vandræðum með muninn á vinstri og hægri.

Ég klukka elsku snúffann minn (hlakka til að sjá hann engjast yfir þessu) en einnig Maríu G., Kristjönu, Tinnu og öll þau ykkar sem ekki hafa verið klukkuð og finnst þið hafa verið skilin "útlanda."

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég verð nú eiginlega að taka undir með Baldri, þú ert algjör bómullarperri :-)

Skemmtilegur listi hjá þér!