miðvikudagur, 14. desember 2005

Námsfréttir

Ég sótti seinasta tímann í kúrsinum mínum um innflytjendur í Skandinavíu í dag. Ólíkt kúrsinum sem ég sótti fyrri hluta annar (Power of Consumption), var ég mjög sátt við þennan kúrs. Ég fékk líka ritgerðina mína til baka með ummælum um að hún væri vel upp byggð og ítarleg. Þessar ritgerðir eru metnar á staðið/fallið skala og það stóð hvergi að ég hefði staðist... ég held ég geri samt bara ráð fyrir því.

Nú tekur við lestrartörn því ég á að skila af mér stórri ritgerði í janúar. Þá ritgerð kem ég síðan til með að nota sem kafla í kenningarhlutanum í MA ritgerðinni minni - svo hagkvæmt!!

Engin ummæli: