Við gengum út í Amagerbro st til að taka M2 metróleiðina til Nørreport st. Margir voru á ferli, svo margir raunar að það hefði allt eins getað verið síðla dags og fólk á þönum eftir vinnudaginn. Þegar við rúlluðum niður í metróið urðum við síðan enn meira undrandi, þar var urmull af fólki á leið sinni heim á nýju ári.
Á þeim stutta tíma sem við þurftum að bíða eftir M2 tókst mér að ná mynd af nýárskveðju til farþega sem birtist á öllum tímatöflum metrósins. Ósköp fannst mér þetta huggó og danskt.

Nýársdag löguðum við síðan kraftmikla cous-cous súpu með harrissu til að byrja árið af krafti. Við leigðum einnig alla Hringadróttinssögu eins og hún leggur sig og horfðum á hana næstu tvo daga. Við höfðum einmitt einsett okkur að rifja upp kynni okkar af henni á nýju ári svo nú getum við með góðri samvisku strax strikað út eitt atriði af Gátlista Ásdísar & Baldurs 2006.
Það er því ekkert nema gott að segja um það sem af er ári.
3 ummæli:
Þið byrjið árið aldeilis vel. Þessi framtakssemi hlýtur að boða gott :)
Gleðilegt nýtt ár elsku vinir og hafið það sem allra best á nýja árinu. Vona að ég hafi sent jólakortið á rétt heimilisfang í Danaveldinu : ) kveðja María og co.(Já vona að þú hafir líka fengið smsið á afmælinu þínu Ásdís ; )
Ég vona svo sannarlega að framtakssemin ásamt kraftmikilli cous-cous súpunni boði gott og kraftmikið ár enda stefnt langt á árinu svo það er vissara að endast ;)
Takk María og co fyrir æðislegt jólakort. Reyndar fékk ég ekki sms-ið en nú veit ég allavega af því, eflaust í einhverjum ókunnugum gemmsa, með eigandann klórandi sér í hausnum yfir því, harhar :0)
Skrifa ummæli